Nú er komið á dagskrá námskeið á Akureyri dagana 30. september til 1. október. Um er að ræða „Jákvæðan aga í leikskólanum“ en það er tveggja daga námskeið sem miðast við yngstu börnin og er því sniðið að leikskólakennurum, stjórnendum í leikskólum, dagmæðrum eða öðrum sem vinna með börn frá fæðingu til sex ára aldurs. (Þetta námskeið getur einnig hentað foreldrum þó að áherslan sé aðallega á starf með barnahópum.) Nánari upplýsingar má finna hér.