Haldið verður eins dags námskeið fyrir Jákvæðs aga – leiðtoga í skólum mánudaginn 10. október 2022. Leiðbeinandi er Nadine Gaudin (Certified Positive Discipline Lead Trainer / Positive Discipline Certified Consultant in the Workplace). Námskeiðið verður haldið í Gerðubergi í Reykjavík og er kl. 9:00-17:00.
Um er að ræða námskeið sem sérstaklega er ætlað leiðtogum í leik- og grunnskólum þar sem unnið er með Jákvæðan aga. Ekki er gerð krafa um sérstakan undirbúning en kostur að þátttakendur hafi nokkra þekkingu á Jákvæðum aga. ATH – námskeiðið fer fram á ensku.
Dagskrá námskeiðsins má finna hér
Nadine er reynslumikill fyrirlesari og ráðgjafi um Jákvæðan aga og hefur m.a. starfað með skólum í Frakklandi, Sviss og víðar að innleiðingu stefnunnar í skólastarfi.
Námskeiðsgjald er 25.000 kr.
Kostnaðurinn er styrkhæfur frá Vonarsjóði vegna grunnskólans og Vísindasjóði vegna leikskólans.
Skráning fer fram hér: