Þann 5. nóvember nk. (kl. 15-21 að íslenskum tíma) er á dagskrá spennandi netráðstefna á vegum Positive Discipline Association sem ætluð er kennurum og stjórnendum í skólum. Í umræðuefnum ráðstefnunnar er lögð áhersla á félags- og tilfinningamiðað nám, sáttamiðlandi aðferðir, tengsl milli nemenda og kennara og heildstæða innleiðingu á Jákvæðum aga í skólastarfið. Nánari upplýsingar og skráningarform má finna á slóðinni: https://positivediscipline.org/event-6289318