Á námskeiðum um Jákvæðan aga læra foreldrar að auka færni sína í foreldrahlutverkinu með aðferðum hugmyndafræðinnar. Megináherslan er á að nýta sér verkfæri Jákvæðs aga sem byggja á góðvild og festu, ásamt því að nýta sér fjölskyldufundi. Þá læra þátttakendur að skilja betur hvað liggur að baki hegðun barna þeirra og finna nýjar leiðir til að leiðbeina þeim.