Tveggja daga námskeið um Jákvæðan aga í kennslustofunni eru hugsuð fyrir kennara, stjórnendur og annað starfsfólk í skólum sem vilja tileinka sér hugmyndafræðina og kynnast þannig aðferðum til að auka lýðræði, skilning og samstöðu í skólastarfinu og bæta jafnframt hegðun og árangur nemenda. Að loknu námskeiðinu öðlast þátttakendur viðurkenningu til að nýta jákvæðan aga í skólastarfi (Certified Positive Discipline Classroom Educator) og hafa m.a. öðlast færni í eftirfarandi:

  • Að nýta sér fjölbreyttar aðferðir sem einkennast af góðvild og festu.
  • Að koma á skýru og öruggu vinnulagi í skólastofunni.
  • Að skapa lýðræðislegt andrúmsloft með nemendum sem einkennist af jafnræði og er byggt á gagnkvæmri virðingu.
  • Að skilja þær ástæður sem liggja að baki mismunandi hegðun nemenda og vita hvernig hægt er að koma á jákvæðum breytingum á hegðun og líðan þeirra.
  • Að halda áhrifaríka bekkjafundi þar sem nemendur læra félagsfærni og lausnaleit á jafningjagrunni.
  • Að kunna skil á hugmyndafræði Jákvæðs aga / sjálfsstjórnarkenningum sem byggðar eru á verkum Alfreds Adler, og geta nýtt sér hugmyndafræðina í kennslustofunni og í skólasamfélaginu almennt.

Þeir sem ljúka tveggja daga námskeiði fá ársaðild að samtökunum Jákvæðum aga á Íslandi og þar með Positive Discipline Association. Námskeiðið getur verið grunnur að frekara námi um Jákvæðan aga. Þátttakendur fá eftirfarandi rit til eignar:

Positive Discipline in the Classroom: Bók sem fjallar um Jákvæðan aga í kennslustofunni og lýsir aðferðum til að kenna nemendum sjálfsstjórn og sjálfsaga, ábyrgð, gagnkvæma virðingu og lausnaleit.
Handbók fyrir kennara: Hér er um að ræða hagnýta handbók með ábendingum og æfingum til að nota í kennslustofunni og á bekkjafundum. Þátttakendur fá íslenska þýðingu á þessari bók.
Leaders’ Guide:  Bókin inniheldur sumar af æfingunum sem gerðar eru á tveggja daga námskeiðinu svo að þú getir rifjað þær upp seinna og lært enn frekar af þeim. Hún nýtist einnig ef þú ákveður að halda áfram að læra um Jákvæðan aga eða halda kynningar fyrir samstarfsfólk.