Haldið verður tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga (Positive Discipline in the Classroom) dagana 12.-13. ágúst 2024. Námskeiðið verður haldið í Stekkjaskóla á Selfossi. Leiðbeinandi er Ágúst Jakobsson (Certified Positive Discipline Trainer).
Þarna er um að ræða nokkuð stíft tveggja daga námskeið þar sem farið er í grunnþætti og grunnæfingar sem tilheyra stefnunni með það að markmiði að þátttakendur öðlist aukinn skilning á henni og öryggi í notkun Jákvæðs aga í sínum störfum.
Námskeiðið er viðurkennt af Positive Discipline Association í Bandaríkjunum og munu þátttakendur fá viðurkenningu að því loknu. Rétt er að taka fram að þar sem þetta er svokallað „grunnnámskeið“ (Core workshop) gætu þeir sem hafa áður setið námskeið eða fengið fræðslu í Jákvæðum aga upplifað einhverjar endurtekningar á þessu námskeiði, en á hinn bóginn er alltaf gagnlegt að fara aftur í gegnum grunnæfingar og taka þátt í umræðum um grunnþætti í stefnunni. Auk þess er námskeiðið formlega viðurkennt og gefur því tækifæri til framhaldsnáms fyrir þá sem vilja. Sjá nánar um tveggja daga námskeið hér
Námskeiðsgjald er 65.000 kr.
(Innifalið: Námskeiðsgögn, tvær bækur (Jákvæður agi í skólastarfinu – handbók og bókin Positive discipline in the classroom) kaffi og létt hressing, gjald til Positive Discipline Association, viðurkenningarskjöl o.fl.)
Kostnaðurinn er styrkhæfur frá Vonarsjóði vegna grunnskólans og Vísindasjóði vegna leikskólans.
Skráning fer fram hér: