Þann 16. maí 2025 verður haldinn fræðslufundur / vinnustofa sem ætluð er þeim sem eru í forsvari fyrir innleiðingu og/eða viðhald stefnunnar, t.d. þeim sem sitja í stýrihópum eða leiðtogahópum í skólum sem vinna með Jákvæðan aga, hvort heldur sem er í leikskólum eða grunnskólum. Vinnustofan verður haldin í Safnaðarheimili Glerárkirkju á Akureyri kl. 12:30-15:30 föstudaginn 16. maí og verður síðan fylgt eftir með fjarfundi síðar í mánuðinum. Umsjónarmaður er Ágúst Jakobsson.

Á vinnustofunni verður farið stuttlega yfir grunnhugmyndir Jákvæðs aga, af hverju þær eru svo mikilvægar í skólastarfi og hvernig stefnan getur birst á lifandi hátt í starfinu. Rætt verður um hvernig stýrihópar geta hagað störfum sínum sem best til að styðja við innleiðingu og viðhald stefnunnar, nýtingu á ýmsum gögnum og hjálparefni, hvernig hægt er að vinna að lausnum að málum sem tengjast nemendum, hugmyndir að áætlanagerð og mati og fleira. Einnig gefst þátttakendum færi á að hitta aðra sem eru í sömu sporum og skiptast á hugmyndum og aðferðum sem gefast vel.

Vinnustofan er þátttakendum að kostnaðarlausu og skráning fer fram á slóðinni hér fyrir neðan:

https://forms.gle/2Z9jLsKAgm6CKiq79