Bekkjafundir eru grundvallaratriði í Jákvæðum aga í skólastarfi og í raun veigamesta verkfærið sem við leggjum til grundvallar þegar við innleiðum Jákvæðan aga. Mikið af því efni sem gefið er út af samtökunum nýtist þegar haldnir eru bekkjafundir og til er stórt safn æfinga sem hægt er að gera með nemendum til að þjálfa samskipti og lausnaleit, auka skilning og samhygð o.fl. Fræðsla um bekkjafundi og það efni sem til er getur því nýst skólafólki hvort sem um er að ræða skóla sem starfar undir merkjum Jákvæðs aga eða tileinkar sér aðrar uppeldisstefnur.

Í Jákvæðum aga er lagt upp með að bekkjafundir séu haldnir með eftirfarandi sniði: