Komið er út verkefnasafn um Jákvæðan aga á vinnustaðnum (Positive Discipline in the Workplace). Það má nýta til að leggja grunn að betra andrúmslofti og auknum gagnkvæmum skilningi á vinnustaðnum og getur verið um að ræða stutta fræðslufundi eða allt upp í þriggja daga námskeið.

Fjallað er um eftirfarandi:

  1. Hvernig kenningar Alfred Adler eiga við um vinnustaði vegna m.a. áherslunnar á að tilheyra, gagnkvæma virðingu o.fl.
  2. Hvernig við getum lært um okkur sjálf t.d. með aðstoð æfingarinnar um „Trompið“ (Top Card) þar sem áherslan er á að kynnast styrkleikum sínum, og hvernig við getum nýtt okkur fleiri verkfæri Jákvæðs aga í vinnuumhverfinu.
  3. Hvernig við höfum myndað okkur gildi og viðhorf í gegnum tíðina og hvernig þau hafa áhrif á okkur dags daglega.
  4. Hvernig við getum verið hvetjandi fyrir okkur sjálf og hvert við annað, gerðar eru æfingar til að skilja það og æfa.
  5. Hvernig við getum nýtt okkur ákveðin form fyrir áhrifaríka fundi og lausnaleit.
  6. Hvernig við getum bætt samskipti okkar á vinnustaðnum þannig að hann einkennist af virðingu, öryggi og góðum afköstum.