Á námskeiðum um Jákvæðan aga læra foreldrar að auka færni sína í foreldrahlutverkinu með aðferðum hugmyndafræðinnar. Megináherslan er á að nýta sér verkfæri Jákvæðs aga sem byggja á góðvild og festu, ásamt því að nýta sér fjölskyldufundi. Þá læra þátttakendur að skilja betur hvað liggur að baki hegðun barna þeirra og finna nýjar leiðir til að leiðbeina þeim.
Viðburðir á næstunni
Fræðslufundur 13. nóv kl. 15 - Störf í skólanum / lausnastaðir / lausnaleiðir
Fræðslufundur 11. des kl. 15 - Heilinn í hendinni / griðastaðir
_____________________________________
2 dagar síðan
Nú eru að verða allra síðustu forvöð að skrá sig á námskeiðin sem eru á dagskrá í október, sjá hér: jakvaeduragi.is/namskeid-og-fraedsla/namskeid-framundan/ ... Sjá meiraSjá minna
View Comments
- Likes: 0
- Shares: 1
- Comments: 0
0 CommentsComment on Facebook
2 vikur síðan
Dagana 31. ágúst og 1. september sl. var haldið námskeið um Jákvæðan aga fyrir kennara ungra barna á Akureyri. Þátttakendur voru 15 talsins og komu víða að, frá Kópavogi, Varmahlíð, Húsavík, Þingeyjarsveit, Akureyri og Hörgársveit. Leiðbeinandi var Jónína Hauksdóttir. ... Sjá meiraSjá minna

0 CommentsComment on Facebook