Í júní var haldið námskeiðið Positive Discipline – early childhood educators, en þar er um að ræða tveggja daga námskeið þar sem sjónum er beint sérstaklega ða starfinu með yngstu nemendunum, þ.e. börnum í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla. Það var Cheryl Erwin sem hélt námskeiðið en hún er einmitt annar höfundur nýútkominnar bókar sem hefur að geyma fræðsluefni til nota með yngstu nemendunum. Er gaman að segja frá því að námskeiðið hér hjá okkur var fyrsta námskeiðið sem haldið er eftir útkomu bókarinnar. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan var einvalalið mætt á námskeiðið sem var hið skemmtilegasta.
Viðburðir á næstunni
Námskeið JA í skólastofunni - Akureyri 8.-9. nóv
Fræðslufundur 11. nóvember kl. 15:15
____________________________________
Dagana 12. og 13. september sl. var haldið réttindanámskeið á Akureyri fyrir kennara ungra barna. Þátttakendur voru 29 og komu frá Naustatjörn á Akureyri, Krummakoti í Eyjafjarðarsveit, Álfasteini í Hörgársveit, Tröllaborg á Hólum, Stórutjarnaskóla/Tjarnarskjóli og Barnaborg í Þingeyjarsveit, Grænuvöllum á Húsavík, Brekkubæ í Vopnafirði, Hádegishöfða í Fellabæ, Heklukoti á Hellu, Strandheimum í Árborg, Furugrund í Kópavogi, Leikskóla Seltjarnarness á Seltjarnarnesi, frá Samtalið fræðsla ekki hræðsla og frá Vallarseli á Akranesi. Leiðbeinandi var Jónína Hauksdóttir. ... Sjá meiraSjá minna
- Likes: 20
- Shares: 1
- Comments: 2
2 CommentsComment on Facebook
Glæsilegt, flottur hópur. Ánægð með þig Hulda að skella þér norður 😃❤️
stolt af okkur Skagakonum að skella okkur - verður gaman að starfa með þetta að leiðarljósi
Námskeið - Jákvæður agi í skólastofunni - komið á dagskrá. Verður haldið á Akureyri dagana 8.-9. nóvember næstkomandi. Nánari upplýsingar hér: ... Sjá meiraSjá minna
JA í skólastofunni – námskeið á Akureyri – Jákvæður agi
Haldið verður tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga (Positive Discipline in the Classroom) dagana 8.-9. nóvember 2024. Námskeiðið verður haldið í Glerárkirkju á Akureyri. Leiðbeinandi...0 CommentsComment on Facebook
Nú byrjum við aftur með mánaðarlega fræðslufundi á vefnum og fyrsti fundurinn verður 16. september kl. 15:30. Umræðuefnið er „Bekkjarfundir – fyrstu skrefin“ enda eru væntanlega fjölmargir kennarar að stíga sín fyrstu skref við að koma bekkjarfundum á fót þessa dagana. Á fundinum verðum við með örstutt innlegg en síðan gefst rúm fyrir spurningar og vangaveltur þannig að þátttakendur geti ráðið ráðum sínum og stutt hvorn annan í ferlinu. Slóðin á fundinn er: us06web.zoom.us/j/85369626857 ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook