Tveggja daga námskeið um Jákvæðan aga í leikskólanum eða með yngstu börnunum eru ætluð leikskólakennurum, stjórnendum í leikskólum, dagmæðrum eða öðrum sem vinna með börn frá fæðingu til sex ára aldurs. (Þetta námskeið getur einnig hentað foreldrum þó að áherslan sé aðallega á starf með barnahópum.) Þátttakendur læra að hagnýta sér verkfæri Jákvæðs aga og hugmyndafræði sjálfsstjórnarkenninga í starfi með yngstu börnunum. Þeir öðlast einnig dýpri skilning á því hvernig börn læra, mikilvægi þess að tilheyra og hvernig hægt er að kenna og þjálfa félagsfærni með ungum börnum.
Að loknu námskeiðinu öðlast þátttakendur viðurkenningu til að nýta jákvæðan aga í skólastarfi með yngstu börnunum (Certified Positive Discipline Early Childhood Educator) og hafa m.a. öðlast færni í eftirfarandi:
- Skapa aðstæður þar sem börn öðlast tilfinningu fyrir því að tilheyra og skipta máli með því að leggja sitt af mörkum og upplifa gagnkvæma virðingu.
- Skilja betur hvernig ung börn læra og aðlaga kennsluaðferðir að þörfum þeirra.
- Þjálfa félagslega og tilfinningalega færni, skilja hegðun barnanna og og leiðbeina þeim þegar um er að ræða óæskilega hegðun.
- Kenna og þjálfa þátttöku í barnafundum / bekkjafundum.
- Að kunna skil á hugmyndafræði Jákvæðs aga / sjálfsstjórnarkenningum sem byggðar eru á verkum Alfreds Adler, og geta nýtt sér hugmyndafræðina í starfinu með börnunum, með foreldrum og í skólasamfélaginu almennt.