Í samstarfi við Positive Discipline Association höfum við gefið út íslenskar þýðingar á handbókum fyrir kennara á leikskólastigi og grunnskólastigi og verkfæraspjöld fyrir kennara. Hægt er að panta gögnin með því að smella á tengla hér fyrir neðan.
Leikskólabókin heitir á íslensku „Jákvæður agi fyrir kennara ungra barna“ en frumútgáfan ber nafnið „Positive Discipline for Early Childhood Educators“. Handbókin er skrifuð fyrir kennara og umönnunaraðila barna til sex ára aldurs. Í henni er að finna leiðir til að hagnýta hugmyndir og verkfæri Jákvæðs aga í vinnu með börnum.
Hér er hægt að panta eintak/eintök af bókinni en verðið er 6000 kr. á bók.
Grunnskólabókin heitir á íslensku „Jákvæður agi í skólastarfinu“ en frumútgáfan ber nafnið „Positive Discipline in the School and Classroom“. Í bókinni er að finna fræðslu fyrir kennara um Jákvæðan aga auk mikils fjölda æfinga til nota með nemendum á grunnskólastigi. Með æfingunum er lagður grunnur að góðum bekkjaranda og lýðræðislegum starfsháttum í skólastofunni auk þess sem reglulegir bekkjarfundir eru innleiddir skref fyrir skref.
Hér er hægt að panta eintak/eintök af bókinni en verðið er 6000 kr. á bók.
Verkfæraspjöld fyrir kennara er stokkur þar sem finna má 52 verkfæri fyrir kennara. Spjöldin eru fyrst og fremst hugsuð fyrir kennara á grunnskólastigi en geta einnig nýst á öðrum skólastigum.
Hér er hægt að panta eintök/eintök af verkfæraspjöldunum en verðið er 3500 kr. á hvern stokk.