Aðalfundur samtakanna Jákvæður agi á Íslandi var haldinn á Akureyri þann 16. mars. Kjörin var stjórn og lögum félagsins breytt lítillega auk þess sem góðar umræður voru um tilgang og starfshætti félagsins. Í stjórn voru kjörin Aníta Jónsdóttir, Ágúst Jakobsson, Hafdís Björg Bjarnadóttir, Helga Jónsdóttir og Jónína Hauksdóttir. Varamenn voru kjörnir Berglind Bergvinsdóttir og Inga Huld Pálsdóttir. Fundargerð aðalfundarins má sjá hér.
Viðburðir á næstunni
Jákvæður agi í leikskólanum - Akureyri 11.-12. sept
Fræðslufundur á vef 15. september - Sáttmálar
Fræðslufundur á vef 29. október - Foreldrasamstarf
___________________________________
Dagana 4. og 5. september var haldið réttindanámskeið fyrir kennara ungra barna á Akureyri. Þátttakendur voru 27 og komu frá Tröllaborgum og Naustatjörn á Akureyri, Heilsuleikskólanum Laufási á Þingeyri, Krummakoti í Eyjafjarðarsveit, Barnabóli á Þórshöfn og Furugrund Kópavogi. Leiðbeinandi var Jónína Hauksdóttir. ... Sjá meiraSjá minna

- likes 21
- Shares: 1
- Comments: 0
0 CommentsComment on Facebook
Enn er hægt að skrá sig á réttindanámskeið fyrir kennara ungra barna sem haldið verður á Akureyri dagana 11. og 12. september n.k. jakvaeduragi.is/ja-i-leikskolanum-akureyri2/ ... Sjá meiraSjá minna

0 CommentsComment on Facebook
Þessa dagana erum við að ganga frá þýðingu á verkfæraspjöldum fyrir leikskólastigið og senda þau í prentun. Áhugasamir geta því farið að senda inn pantanir og afgreiðsla hefst eftir miðjan mánuðinn. Stokkurinn kostar 3500 kr. og hægt er að senda inn pantanir hér: forms.gle/wz6BtuRuqFFxYMx3A ... Sjá meiraSjá minna

5 CommentsComment on Facebook
How can I buy a set?
So excited these tool cards are being translated into Icelandic!! 🥰
Hvaða verð er á þeim?