Aðalfundur samtakanna Jákvæður agi á Íslandi var haldinn á Akureyri þann 16. mars. Kjörin var stjórn og lögum félagsins breytt lítillega auk þess sem góðar umræður voru um tilgang og starfshætti félagsins. Í stjórn voru kjörin Aníta Jónsdóttir, Ágúst Jakobsson, Hafdís Björg Bjarnadóttir, Helga Jónsdóttir og Jónína Hauksdóttir. Varamenn voru kjörnir Berglind Bergvinsdóttir og Inga Huld Pálsdóttir. Fundargerð aðalfundarins má sjá hér.
Jákvæður agi á facebook
6 mánuðir síðan
Lausnahringurinn í sviðsljósinu.. ... Sjá meiraSjá minna

Brýnt að fræða börn um mörk í samskiptum
www.mbl.is
Mikilvægt er að fræða börn frá unga aldri um að þau geti sett sér mörk í samskiptum við aðra og verði sömuleiðis að virða mörk annarra. Þetta segir Arnrún Magnúsdóttir leikskól...- Likes: 4
- Shares: 0
- Comments: 0
9 mánuðir síðan
Góðan daginn.
Joy vinkona okkar frá Bretlandi bað mig um að koma þessar auglýsingu á framfæri þar sem hún og Mary, dóttir Jane Nelsen verða með "Online" námskeiðið sitt "Keeping the joy in relationships" ég hvet ykkur til að kynna ykkur námskeiðið og skrá ykkur ef áhugi er fyrir hendi. Joy er virkilega lifandi og skemmtilegur námskeiðshaldari og ég efa ekki að Mary komi sínu efni vel frá sér.
Kveðja Jónína ... Sjá meiraSjá minna
10 mánuðir síðan
Eitt af því sem við fjöllum um í Jákvæðum aga er heilinn. Við kennum nemendum okkar hvað gerist í heilanum þegar við missum stjórn, erum leið, reið, kvíðinn...Í útvarpsþættinum Samtal sem fluttur var á Rás 1 síðastliðinn sunnudag segir Magnús Jóhannsson sálfræðingur frá tengslum heila og tilfinninga: www.ruv.is/utvarp/spila/samtal/23817/7hsp62. ... Sjá meiraSjá minna