Aðalfundur samtakanna Jákvæður agi á Íslandi var haldinn á Akureyri þann 16. mars. Kjörin var stjórn og lögum félagsins breytt lítillega auk þess sem góðar umræður voru um tilgang og starfshætti félagsins. Í stjórn voru kjörin Aníta Jónsdóttir, Ágúst Jakobsson, Hafdís Björg Bjarnadóttir, Helga Jónsdóttir og Jónína Hauksdóttir. Varamenn voru kjörnir Berglind Bergvinsdóttir og Inga Huld Pálsdóttir. Fundargerð aðalfundarins má sjá hér.