Stærsti viðburður hvers árs í starfi Positive Discipline Association eru hinar árlegu ráðstefnur sem yfirleitt eru haldnar í júlímánuði og kallaðar eru „Think Tank“. Þar mæta leiðbeinendur og áhugafólk um Jákvæðan aga víðs vegar að úr heiminum og verja einni helgi við að afla sér nýrrar þekkingar og miðla af reynslu sinni. Í ár er viðburðurinn í San Diego dagana 28.-30. júlí nk. Félagsmenn í Jákvæðum aga á Íslandi hafa þátttökurétt á viðburðinum og er um að gera að kynna sér málið. Nánari upplýsingar eru á síðu samtakanna www.positivediscipline.org