Stærsti viðburður hvers árs í starfi Positive Discipline Association eru hinar árlegu ráðstefnur sem yfirleitt eru haldnar í júlímánuði og kallaðar eru „Think Tank“. Þar mæta leiðbeinendur og áhugafólk um Jákvæðan aga víðs vegar að úr heiminum og verja einni helgi við að afla sér nýrrar þekkingar og miðla af reynslu sinni. Í ár er viðburðurinn í San Diego dagana 28.-30. júlí nk. Félagsmenn í Jákvæðum aga á Íslandi hafa þátttökurétt á viðburðinum og er um að gera að kynna sér málið. Nánari upplýsingar eru á síðu samtakanna www.positivediscipline.org
Viðburðir á næstunni
Fræðslufundur 10. febrúar - Leikskólastigið og yngsta stig grunnskóla
Fræðslufundur 10. mars - Verkfærin
Fræðslufundur 7. apríl - Áfallamiðaðir starfshættir
Fræðslufundur 12. maí - Mat og áætlanagerð
Jákvæður agi í leikskólanum - Reykjavík 15.-16. maí 25
Jákvæður agi í leikskólanum - Akureyri 4.-5. sept 25
___________________________________
Hér segja nokkrir valinkunnir sérfræðingar í Jákvæðum aga frá uppáhalds verkfærunum sínum ... Sjá meiraSjá minna
- Likes: 0
- Shares: 0
- Comments: 0
0 CommentsComment on Facebook
Dagana 12. og 13. september sl. var haldið réttindanámskeið á Akureyri fyrir kennara ungra barna. Þátttakendur voru 29 og komu frá Naustatjörn á Akureyri, Krummakoti í Eyjafjarðarsveit, Álfasteini í Hörgársveit, Tröllaborg á Hólum, Stórutjarnaskóla/Tjarnarskjóli og Barnaborg í Þingeyjarsveit, Grænuvöllum á Húsavík, Brekkubæ í Vopnafirði, Hádegishöfða í Fellabæ, Heklukoti á Hellu, Strandheimum í Árborg, Furugrund í Kópavogi, Leikskóla Seltjarnarness á Seltjarnarnesi, frá Samtalið fræðsla ekki hræðsla og frá Vallarseli á Akranesi. Leiðbeinandi var Jónína Hauksdóttir. ... Sjá meiraSjá minna
2 CommentsComment on Facebook
Glæsilegt, flottur hópur. Ánægð með þig Hulda að skella þér norður 😃❤️
stolt af okkur Skagakonum að skella okkur - verður gaman að starfa með þetta að leiðarljósi
Námskeið - Jákvæður agi í skólastofunni - komið á dagskrá. Verður haldið á Akureyri dagana 8.-9. nóvember næstkomandi. Nánari upplýsingar hér: ... Sjá meiraSjá minna
JA í skólastofunni – námskeið á Akureyri – Jákvæður agi
Haldið verður tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga (Positive Discipline in the Classroom) dagana 8.-9. nóvember 2024. Námskeiðið verður haldið í Glerárkirkju á Akureyri. Leiðbeinandi...0 CommentsComment on Facebook