Í vetur ætlum við að halda nokkra umræðufundi skólafólks sem haldnir verða með fjarfundarsniði. Á fundum gefst skólafólki færi á að ráða ráðum sínum um innleiðingu stefnunnar og vinnu með Jákvæðan aga í skólastarfi. Þetta ætti því að geta orðið góður vettvangur fyrir áhugasama kennara til að miðla hugmyndum og ráðfæra sig við aðra. Ráðgert er að eftir upphaf fundanna verði gestum skipt í „herbergi“ eftir skólastigum þannig að leikskólastarfsfólk annars vegar og grunnskólastarfsfólk hins vegar geti rætt saman. Fundirnir verða sem hér segir:
6. okt kl. 16:00 – Slóð á fundinn: https://us06web.zoom.us/j/84432674574
15. nóvember kl. 20:00- Slóð á fundinn: https://us06web.zoom.us/j/84030934583
18 janúar kl. 16:00 – Slóð á fundinn: https://us06web.zoom.us/j/83297637760
13. mars kl. 20:00 – Slóð á fundinn: https://us06web.zoom.us/j/87271716512
Fundirnir verða auglýstir með tölvupósti til félagsmanna og JA-skóla með hæfilegum fyrirvara en um að gera að merkja tímasetningar strax í dagatalið!