Aðalfundur samtakanna Jákvæður agi á Íslandi var haldinn á Akureyri þann 16. mars. Kjörin var stjórn og lögum félagsins breytt lítillega auk þess sem góðar umræður voru um tilgang og starfshætti félagsins. Í stjórn voru kjörin Aníta Jónsdóttir, Ágúst Jakobsson, Hafdís Björg Bjarnadóttir, Helga Jónsdóttir og Jónína Hauksdóttir. Varamenn voru kjörnir Berglind Bergvinsdóttir og Inga Huld Pálsdóttir. Fundargerð aðalfundarins má sjá hér.
Viðburðir á næstunni
Námskeið JA í skólastofunni - Akureyri 8.-9. nóv
Fræðslufundur 11. nóvember kl. 15:15
____________________________________
Dagana 12. og 13. september sl. var haldið réttindanámskeið á Akureyri fyrir kennara ungra barna. Þátttakendur voru 29 og komu frá Naustatjörn á Akureyri, Krummakoti í Eyjafjarðarsveit, Álfasteini í Hörgársveit, Tröllaborg á Hólum, Stórutjarnaskóla/Tjarnarskjóli og Barnaborg í Þingeyjarsveit, Grænuvöllum á Húsavík, Brekkubæ í Vopnafirði, Hádegishöfða í Fellabæ, Heklukoti á Hellu, Strandheimum í Árborg, Furugrund í Kópavogi, Leikskóla Seltjarnarness á Seltjarnarnesi, frá Samtalið fræðsla ekki hræðsla og frá Vallarseli á Akranesi. Leiðbeinandi var Jónína Hauksdóttir. ... Sjá meiraSjá minna
- Likes: 20
- Shares: 1
- Comments: 2
2 CommentsComment on Facebook
Glæsilegt, flottur hópur. Ánægð með þig Hulda að skella þér norður 😃❤️
stolt af okkur Skagakonum að skella okkur - verður gaman að starfa með þetta að leiðarljósi
Námskeið - Jákvæður agi í skólastofunni - komið á dagskrá. Verður haldið á Akureyri dagana 8.-9. nóvember næstkomandi. Nánari upplýsingar hér: ... Sjá meiraSjá minna
JA í skólastofunni – námskeið á Akureyri – Jákvæður agi
Haldið verður tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga (Positive Discipline in the Classroom) dagana 8.-9. nóvember 2024. Námskeiðið verður haldið í Glerárkirkju á Akureyri. Leiðbeinandi...0 CommentsComment on Facebook
Nú byrjum við aftur með mánaðarlega fræðslufundi á vefnum og fyrsti fundurinn verður 16. september kl. 15:30. Umræðuefnið er „Bekkjarfundir – fyrstu skrefin“ enda eru væntanlega fjölmargir kennarar að stíga sín fyrstu skref við að koma bekkjarfundum á fót þessa dagana. Á fundinum verðum við með örstutt innlegg en síðan gefst rúm fyrir spurningar og vangaveltur þannig að þátttakendur geti ráðið ráðum sínum og stutt hvorn annan í ferlinu. Slóðin á fundinn er: us06web.zoom.us/j/85369626857 ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook