Aðalfundur samtakanna Jákvæður agi á Íslandi verður haldinn þann 27. maí 2021 kl. 17:30. Fundurinn er haldinn með fjarfundarformi. Þar sem ekki náðist að halda aðalfund á síðasta ári er í raun um aðalfund tveggja ára að ræða og afgreiddir eru ársreikningar fyrir árin 2019 og 2020.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og fræðsluinnlegg m.a. frá erlendum félaga okkar. Fundurinn er opinn félagsmönnum í samtökunum og nýir félagsmenn eru einnig velkomnir!
Dagskrá:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar áranna 2019 og 2020 lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalds fyrir árið 2021
- Kosning stjórnar
- Önnur mál
- Fræðsla og umræður
Slóðin á fundinn er: https://zoom.us/j/95715191464?pwd=VWpDT3d2bkw5QnZSaFZDZ3EzUGdxdz09