Nú eru nokkur fræðslutilboð / námskeið komin á dagskrá hjá okkur á næstu vikum og mánuðum sem við viljum vekja athygli á. Þar er bæði um að ræða hefðbundin tveggja daga námskeið en einnig fræðslufund fyrir stýrihópa í skólum og svo höldum við auðvitað áfram með mánaðarlegu netfundina okkar. Næsti netfundur sem verður þann 10. mars er einmitt spennandi því þar fáum við Teresu LaSala til að fræða okkur um áfallamiðaða starfshætti (sjá neðar).
Fræðslufundur / örnámskeið fyrir stýrihópa í skólum, í Stekkjaskóla á Selfossi þann 21. mars.
Sjá hér: https://jakvaeduragi.is/fraedslufundur-fyrir-styrihopa-i-skolum/
Jákvæður agi í skólastofunni. Tveggja daga námskeið í Reykjavík 9.-10. maí.
Sjá hér: https://jakvaeduragi.is/namskeid-i-reykjavik/
Jákvæður agi í leikskólanum. Tveggja daga námskeið í Reykjavík 15.-16. maí.
Sjá hér: https://jakvaeduragi.is/namskeid-i-reykjavik-ja-i-leikskolanum/
Jákvæður agi í leikskólanum. Tveggja daga námskeið á Akureyri 4.-5. september.
Sjá hér: https://jakvaeduragi.is/namskeid-a-akureyri-ja-i-leikskolanum/
Næsti fræðslufundur á vef verður mánudaginn 10. mars kl. 15:00, þar er umfjöllunarefnið „Áfallamiðaðir starfshættir“ og fer fundurinn fram á ensku. Það er Teresa LaSala sem ætlar að fjalla um mikilvægi tengsla og áhrif áfalla á börn. Hún tengir þetta við aðferðir og starfshætti Jákvæðs aga og þau hlutverk sem hinir fullorðnu og heilar stofnanir hafa í að búa til umhverfi sem styður við félags- og tilfinningalegan þroska barna til að þeim vegni sem best í námi og öðrum verkefnum lífsins.
Fundurinn verður á slóðinni: https://us06web.zoom.us/j/82652885321