Haldið verður tveggja daga framhaldsnámskeið í Jákvæðum aga dagana 20.-21. september.  Leiðbeinandi er Teresa LaSala (Certified Positive Discipline Lead Trainer og höfundur). Námskeiðið verður haldið á Akureyri kl. 9:00-16:00 báða dagana.

Um er að ræða tveggja daga námskeið þar sem farið er ítarlega í ýmsa þætti Jákvæðs aga og notkun stefnunnar í skólastarfi. Sérstaklega er fjallað um börn sem orðið hafa fyrir áföllum (trauma) og hvernig hægt er að vinna með þeim í skólastarfinu. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu sína á Jákvæðum aga enn frekar en skilyrði er að þátttakendur hafi áður lokið tveggja daga grunnnámskeiði í stefnunni. ATH – námskeiðið fer fram á ensku.

Teresa er mörgum Íslendingum að góðu kunn en hún hefur áður komið til landsins og haldið námskeið auk þess sem nokkrir skólar hafa gert sér ferð út til Bandaríkjanna á námskeið til hennar. Hún hefur um langa hríð starfað sem leiðbeinandi og ráðgjafi í Jákvæðum aga, haldið námskeið, skrifað bækur o.fl. sem tengist efninu, unnið með skólum að innleiðingu og starfað með Positive Discipline Association að vexti og framgangi stefnunnar.

Námskeiðsgjald er 30.000 kr. fyrir félagsmenn í Jákvæðum aga á Íslandi en 35.000 kr. fyrir aðra.
(Innifalið: Námskeiðsgögn, kaffi og létt hressing)

Kostnaðurinn er styrkhæfur frá Vonarsjóði vegna grunnskólans og Vísindasjóði vegna leikskólans.   

Skráning fer fram hér:

https://forms.gle/ezLTBvXMN38UhxW57