Haldið verður tveggja daga framhaldsnámskeið um Jákvæðan aga dagana 1.-2. maí 2024. Námskeiðið verður á ensku og ber heitið „The art of facilitating Positive Discipline“ en þetta er í fyrsta skipti sem þetta námskeið er haldið hér á landi. Leiðbeinandi er Nadine Gaudin (Certified Positive Discipline Lead Trainer). Námskeiðið verður haldið í Reykjavík.

Þetta er námskeið sem var hannað af Jane Nelsen og Nadine Gaudin og er ætlað fyrir þá sem hafa lokið 2ja daga námskeiðum eða setið innleiðingarnámskeið í skólum. Á námskeiðinu er farið dýpra í ýmsa þætti sem varða Jákvæðan aga og þar er að finna margar nýjar æfingar sem nýtast þátttakendum í leiðtogahlutverkum sínum innan skóla.

Markmið námskeiðsins eru að auka færni þátttakenda í að vinna með Jákvæðan aga í hóp þannig að allir taki þátt og samheldni hópsins aukist. Einnig að finna nýjar leiðir til að vinna með JA með samstarfsfólki og að auka sjálfstraust þátttakenda og skilning þeirra á Jákvæðum aga.

Unnið er með þætti eins og hugarfar vaxtar, þátttöku, öruggt andrúmsloft og samræmi í orðum og gjörðum.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu sína á Jákvæðum aga enn frekar og hentar vel þeim sem sinna leiðtogahlutverkum innan skóla. ATH – námskeiðið fer fram á ensku.


Nadine er reynslumikill fyrirlesari og ráðgjafi um Jákvæðan aga og hefur m.a. starfað með skólum í Frakklandi, Sviss og víðar að innleiðingu stefnunnar í skólastarfi.

Námskeiðsgjald er 30.000 kr. fyrir félagsmenn í Jákvæðum aga á Íslandi en 45.000 kr. fyrir aðra.
(Innifalin eru námskeiðsgögn, kaffi og létt hressing)

Kostnaðurinn er styrkhæfur frá Vonarsjóði vegna grunnskólans og Vísindasjóði vegna leikskólans.   

Skráning fer fram hér, skráningarfrestur er til 25. mars.

https://forms.gle/eoz3Ysyj57iKnBpT6