Í vetur er hugmyndin að hafa mánaðarlega fræðslu- og umræðufundi þar sem félagsmenn geta hist með rafrænum hætti, fræðst um efni sem tengist Jákvæðum aga, rætt saman og skipst á þekkingu og reynslu. Fyrsti fundurinn verður miðvikudaginn 6. október kl. 16:30. Þar byrjum við á að fá innlegg frá Arnrúnu Magnúsdóttur þar sem hún segir frá vinnu með lausnahringinn í leikskólum. Að því búnu skiptum við okkur í umræðuhópa þar sem við getum skipst á skoðunum og reynslusögum. Slóðin á fundinn er https://zoom.us/j/95581028442