Þátttakendur á námskeinu hjá Cheryl Erwin

Í júní var haldið námskeiðið Positive Discipline – early childhood educators, en þar er um að ræða tveggja daga námskeið þar sem sjónum er beint sérstaklega ða starfinu með yngstu nemendunum, þ.e. börnum í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla. Það var Cheryl Erwin sem hélt námskeiðið en hún er einmitt annar höfundur nýútkominnar bókar sem hefur að geyma fræðsluefni til nota með yngstu nemendunum. Er gaman að segja frá því að námskeiðið hér hjá okkur var fyrsta námskeiðið sem haldið er eftir útkomu bókarinnar. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan var einvalalið mætt á námskeiðið sem var hið skemmtilegasta.