Í október verður svokölluð „Think tank“ ráðstefna í Barcelona á vegum Positive Discipline Association en ráðstefnur af þessu tagi eru haldnar árlega í Bandaríkjunum og reglulega í Evrópu fyrir covid, en þetta er fyrsta ráðstefnan í okkar heimshluta eftir heimsfaraldurinn. Að þessu sinni eru það spænsku samtökin sem hýsa ráðstefnuna og verður hún haldin í Barcelona dagana 25.-27. október nk. Ráðstefnan fer að mestu fram á ensku en að hluta á spænsku og túlkun er í boði á ensku, spænsku og frönsku eftir þörfum. Félagsfólk í Jákvæðum aga á Íslandi hefur rétt til setu á ráðstefnunni og getum við sannarlega mælt með viðburðinum fyrir þá sem eru áhugasamir um stefnuna og framgang hennar. Á ráðstefnur af þessu tagi mætir fólk víðs vegar að úr heiminum og ver saman tíma til að dýpka skilning sinn á stefnunni og bæta í hugmyndasafnið leiðum til að vinna að framgangi hennar. Það væri sannarlega gaman að héðan færi góður hópur til að afla sér þekkingar og þétta raðirnar. Skráning fer fram á síðu spænsku samtakanna:
Viðburðir á næstunni
Jákvæður agi í skólastofunni - Reykjavík 12.-13. ágúst
Jákvæður agi í leikskólanum - Akureyri 4.-5. sept
Jákvæður agi í leikskólanum - Akureyri 11.-12. sept
___________________________________
Nýtt réttindanámskeið í Jákvæðum aga fyrir kennara ungra barna hefur verið sett á laggirnar í haust. Námskeiðið verður haldið dagana 11. og 12. september n.k. á Akureyri. ... Sjá meiraSjá minna

JA í leikskólanum – 11.-12. sept, Akureyri – Jákvæður agi
jakvaeduragi.is
Haldið verður tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga dagana 11.-12. september næstkomandi á Akureyri. Leiðbeinandi er Jónína Hauksdóttir (Certified Positive Discipline Trainer).Þarna er u...- likes 0
- Shares: 0
- Comments: 0
0 CommentsComment on Facebook
Dagana 15. og 16. maí var haldið réttindanámskeið fyrir kennara ungra barna í Reykjavík. Þátttakendur voru 22 og komu frá Krikaskóla í Mosfellsbæ, Leikskóla Seltjarnarness, Hraunborg í Reykjavík, Vallarseli á Akranesi, Heklukoti í Rangárþingi, Leikskólanum Laugalandi nálægt Hellu, Tröllaborgum á Akureyri og Álfaborg í Bláskógabyggð. Leiðbeinandi var Jónína Hauksdóttir. ... Sjá meiraSjá minna

0 CommentsComment on Facebook
Námskeið - Jákvæður agi í skólastofunni - verður haldið í Reykjavík dagana 12.-13. ágúst nk. Sjá nánar hér: jakvaeduragi.is/namskeid-i-reykjavik/ ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook