Í október verður svokölluð „Think tank“ ráðstefna í Barcelona á vegum Positive Discipline Association en ráðstefnur af þessu tagi eru haldnar árlega í Bandaríkjunum og reglulega í Evrópu fyrir covid, en þetta er fyrsta ráðstefnan í okkar heimshluta eftir heimsfaraldurinn. Að þessu sinni eru það spænsku samtökin sem hýsa ráðstefnuna og verður hún haldin í Barcelona dagana 25.-27. október nk. Ráðstefnan fer að mestu fram á ensku en að hluta á spænsku og túlkun er í boði á ensku, spænsku og frönsku eftir þörfum. Félagsfólk í Jákvæðum aga á Íslandi hefur rétt til setu á ráðstefnunni og getum við sannarlega mælt með viðburðinum fyrir þá sem eru áhugasamir um stefnuna og framgang hennar. Á ráðstefnur af þessu tagi mætir fólk víðs vegar að úr heiminum og ver saman tíma til að dýpka skilning sinn á stefnunni og bæta í hugmyndasafnið leiðum til að vinna að framgangi hennar. Það væri sannarlega gaman að héðan færi góður hópur til að afla sér þekkingar og þétta raðirnar. Skráning fer fram á síðu spænsku samtakanna:
Viðburðir á næstunni
Jákvæður agi í leikskólanum - 19.-20. jan 2026
Foreldrafræðslunámskeið febrúar 2026
___________________________________
Enn eru næg laus pláss á næsta réttindanámskeið í Jákvæðum aga fyrir kennara ungra barna. Námskeiðið verður haldið dagana 19. og 20. janúar 2026 í Reykjavík og fer skráning fram á vefsíðu Samtaka um Jákvæðan aga eða með því að opna tengilinn hér fyrir neðan.
Vert er að taka fram að þetta verður eina námskeiðið á árinu 2026 sem haldið verður á höfðuðborgarsvæðinu fyrir kennara ungra barna.
forms.gle/1gXhXtBBvsZcxALa9
... Sjá meiraSjá minna

- likes 0
- Shares: 0
- Comments: 0
0 CommentsComment on Facebook
Nýtt réttindanámskeið í Jákvæðum aga fyrir kennara ungra barna hefur verið sett á laggirnar. Námskeiðið verður haldið dagana 19. og 20. janúar 2026 í Reykjavík og fer skráning fram á vefsíðu Samtaka um Jákvæðan aga.
jakvaeduragi.is/namskeid-i-reykjavik-ja-i-leikskolanum/
... Sjá meiraSjá minna

0 CommentsComment on Facebook
Þann 5. nóvember nk. (kl. 15-21 að íslenskum tíma) er á dagskrá spennandi netráðstefna á vegum Positive Discipline Association sem ætluð er kennurum og stjórnendum í skólum. Við hvetjum alla áhugasama til að kynna sér málið hér: ... Sjá meiraSjá minna

Positive Discipline Association - ONLINE – Positive Discipline School Conference
positivediscipline.org
Positive Discipline Association promotes and encourages the development of life skills and respectful relationships in families, schools, businesses and communities.0 CommentsComment on Facebook