Í október verður svokölluð „Think tank“ ráðstefna í Barcelona á vegum Positive Discipline Association en ráðstefnur af þessu tagi eru haldnar árlega í Bandaríkjunum og reglulega í Evrópu fyrir covid, en þetta er fyrsta ráðstefnan í okkar heimshluta eftir heimsfaraldurinn. Að þessu sinni eru það spænsku samtökin sem hýsa ráðstefnuna og verður hún haldin í Barcelona dagana 25.-27. október nk. Ráðstefnan fer að mestu fram á ensku en að hluta á spænsku og túlkun er í boði á ensku, spænsku og frönsku eftir þörfum. Félagsfólk í Jákvæðum aga á Íslandi hefur rétt til setu á ráðstefnunni og getum við sannarlega mælt með viðburðinum fyrir þá sem eru áhugasamir um stefnuna og framgang hennar. Á ráðstefnur af þessu tagi mætir fólk víðs vegar að úr heiminum og ver saman tíma til að dýpka skilning sinn á stefnunni og bæta í hugmyndasafnið leiðum til að vinna að framgangi hennar. Það væri sannarlega gaman að héðan færi góður hópur til að afla sér þekkingar og þétta raðirnar. Skráning fer fram á síðu spænsku samtakanna:
Viðburðir á næstunni
Fræðslufundur á vef - bekkjarfundir, fyrstu skrefin, 16. sept kl. 15:30
_____________________________________
Nú byrjum við aftur með mánaðarlega fræðslufundi á vefnum og fyrsti fundurinn verður 16. september kl. 15:30. Umræðuefnið er „Bekkjarfundir – fyrstu skrefin“ enda eru væntanlega fjölmargir kennarar að stíga sín fyrstu skref við að koma bekkjarfundum á fót þessa dagana. Á fundinum verðum við með örstutt innlegg en síðan gefst rúm fyrir spurningar og vangaveltur þannig að þátttakendur geti ráðið ráðum sínum og stutt hvorn annan í ferlinu. Slóðin á fundinn er: us06web.zoom.us/j/85369626857 ... Sjá meiraSjá minna
- Likes: 15
- Shares: 2
- Comments: 0
0 CommentsComment on Facebook
Vegna forfalla skráðra þátttakenda á réttindanámskeið fyrir kennara ungra barna dagana 12. og 13. september á Akureyri hafa nú opnast þrjú laus pláss.
Skráning fer fram á heimasíðu Jákvæðs aga á Íslandi hér:
... Sjá meiraSjá minna
Jákvæður agi í leikskólanum - námskeið 12.-13. september 2024 - skráning
Haldið verður tveggja daga námskeið um Jákvæðan aga dagana 12.-13. september 2024. Námskeiðið verður haldið á Akureyri. Áhugasamir vinsamlegast skrái sig með því að fylla út formi...0 CommentsComment on Facebook
Við minnum á að enn eru laus sæti á tveggja daga námskeið um Jákvæðan aga í ágúst og september.
Jákvæður agi í skólastofunni 12.-13. ágúst á Selfossi.
Jákvæður agi í leikskólanum 12.-13. september á Akureyri.
Er ekki um að gera að byrja nýtt skólaár með því að bæta við þekkingu og hæfni í Jákvæðum aga?
Sjá nánar hér: jakvaeduragi.is/namskeid-og-fraedsla/namskeid-framundan/
... Sjá meiraSjá minna
2 CommentsComment on Facebook
Mæli svakalega með þessu Akureyri 12. - 13. september :)
Er þetta eitthvað sem ég mætti sækja Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir