Nú eru tvö námskeið fyrir leikskólastarfsfólk komin á dagskrá, annað á Seltjarnarnesi dagana 29.-30. maí nk. og hitt á Akureyri dagana 12.-13. september. Tveggja daga réttindanámskeið um Jákvæðan aga í leikskólanum eða með yngstu börnunum eru ætluð stjórnendum, leikskólakennurum, leiðbeinendum, dagmæðrum eða öðrum sem vinna með börn frá fæðingu til sex ára aldurs. (Þetta námskeið getur einnig hentað foreldrum þó að áherslan sé aðallega á starf með barnahópum.) Þátttakendur læra að hagnýta sér verkfæri Jákvæðs aga og hugmyndafræði sjálfsstjórnarkenninga í starfi með yngstu börnunum. Þeir öðlast einnig dýpri skilning á því hvernig börn læra, mikilvægi þess að tilheyra og hvernig hægt er að kenna og þjálfa félagsfærni með ungum börnum.
Viðburðir á næstunni
Jákvæður agi í leikskólanum - 19.-20. jan 2026
Foreldrafræðslunámskeið febrúar 2026
___________________________________
Enn eru næg laus pláss á næsta réttindanámskeið í Jákvæðum aga fyrir kennara ungra barna. Námskeiðið verður haldið dagana 19. og 20. janúar 2026 í Reykjavík og fer skráning fram á vefsíðu Samtaka um Jákvæðan aga eða með því að opna tengilinn hér fyrir neðan.
Vert er að taka fram að þetta verður eina námskeiðið á árinu 2026 sem haldið verður á höfðuðborgarsvæðinu fyrir kennara ungra barna.
forms.gle/1gXhXtBBvsZcxALa9
... Sjá meiraSjá minna

- likes 0
- Shares: 0
- Comments: 0
0 CommentsComment on Facebook
Nýtt réttindanámskeið í Jákvæðum aga fyrir kennara ungra barna hefur verið sett á laggirnar. Námskeiðið verður haldið dagana 19. og 20. janúar 2026 í Reykjavík og fer skráning fram á vefsíðu Samtaka um Jákvæðan aga.
jakvaeduragi.is/namskeid-i-reykjavik-ja-i-leikskolanum/
... Sjá meiraSjá minna

0 CommentsComment on Facebook
Þann 5. nóvember nk. (kl. 15-21 að íslenskum tíma) er á dagskrá spennandi netráðstefna á vegum Positive Discipline Association sem ætluð er kennurum og stjórnendum í skólum. Við hvetjum alla áhugasama til að kynna sér málið hér: ... Sjá meiraSjá minna

Positive Discipline Association - ONLINE – Positive Discipline School Conference
positivediscipline.org
Positive Discipline Association promotes and encourages the development of life skills and respectful relationships in families, schools, businesses and communities.0 CommentsComment on Facebook