Árleg ráðstefna Positive Discipline Association verður haldin 13.-14. júlí nk. í Atlanta, Georgíu, USA. Skráning á viðburðinn er nú hafin og fer hún fram á vefsíðu félagsins https://www.positivediscipline.org. Félagsfólk í Jákvæðum aga á Íslandi hefur rétt til setu á ráðstefnunni og getum við sannarlega mælt með viðburðinum fyrir þá sem eru áhugasamir um stefnuna og framgang hennar. Á ráðstefnur af þessu tagi mætir fólk víðs vegar að úr heiminum og ver saman tveimur dögum til að dýpka skilning sinn á stefnunni og bæta í hugmyndasafnið leiðum til að vinna að framgangi hennar. Daginn fyrir ráðstefnuna (12. júlí) er einnig opin ráðstefna þar sem finna má mikið úrval af fræðslu, sjá nánar hér: https://positivediscipline.org/event-5540049
Rétt er jafnframt að minna á að dagana 25.-27. október 2024 verður haldin „Think Tank“ ráðstefna í Barcelona á Spáni sem er með sambærilegu sniði.