Aðalfundur félagsins var haldinn þann 1. júní. Kjörnir í stjórn voru Aníta Jónsdóttir, Ágúst Jakobsson, Helga Jónsdóttir, Jónína Hauksdóttir og Júlía Birgisdóttir. Varamenn voru Kjörnir Sólrún Óskarsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir. Félagsgjöld fyrir næsta ár voru ákveðin 3000 kr. Fundargerð aðalfundarins má nálgast hér
Viðburðir á næstunni
Námskeið JA í skólastofunni - Akureyri 8.-9. nóv
Fræðslufundur 11. nóvember kl. 15:15
____________________________________
Dagana 12. og 13. september sl. var haldið réttindanámskeið á Akureyri fyrir kennara ungra barna. Þátttakendur voru 29 og komu frá Naustatjörn á Akureyri, Krummakoti í Eyjafjarðarsveit, Álfasteini í Hörgársveit, Tröllaborg á Hólum, Stórutjarnaskóla/Tjarnarskjóli og Barnaborg í Þingeyjarsveit, Grænuvöllum á Húsavík, Brekkubæ í Vopnafirði, Hádegishöfða í Fellabæ, Heklukoti á Hellu, Strandheimum í Árborg, Furugrund í Kópavogi, Leikskóla Seltjarnarness á Seltjarnarnesi, frá Samtalið fræðsla ekki hræðsla og frá Vallarseli á Akranesi. Leiðbeinandi var Jónína Hauksdóttir. ... Sjá meiraSjá minna
- Likes: 20
- Shares: 1
- Comments: 2
2 CommentsComment on Facebook
Glæsilegt, flottur hópur. Ánægð með þig Hulda að skella þér norður 😃❤️
stolt af okkur Skagakonum að skella okkur - verður gaman að starfa með þetta að leiðarljósi
Námskeið - Jákvæður agi í skólastofunni - komið á dagskrá. Verður haldið á Akureyri dagana 8.-9. nóvember næstkomandi. Nánari upplýsingar hér: ... Sjá meiraSjá minna
JA í skólastofunni – námskeið á Akureyri – Jákvæður agi
Haldið verður tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga (Positive Discipline in the Classroom) dagana 8.-9. nóvember 2024. Námskeiðið verður haldið í Glerárkirkju á Akureyri. Leiðbeinandi...0 CommentsComment on Facebook
Nú byrjum við aftur með mánaðarlega fræðslufundi á vefnum og fyrsti fundurinn verður 16. september kl. 15:30. Umræðuefnið er „Bekkjarfundir – fyrstu skrefin“ enda eru væntanlega fjölmargir kennarar að stíga sín fyrstu skref við að koma bekkjarfundum á fót þessa dagana. Á fundinum verðum við með örstutt innlegg en síðan gefst rúm fyrir spurningar og vangaveltur þannig að þátttakendur geti ráðið ráðum sínum og stutt hvorn annan í ferlinu. Slóðin á fundinn er: us06web.zoom.us/j/85369626857 ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook