Aðalfundur samtakanna Jákvæður agi á Íslandi var haldinn á Akureyri þann 16. mars. Kjörin var stjórn og lögum félagsins breytt lítillega auk þess sem góðar umræður voru um tilgang og starfshætti félagsins. Í stjórn voru kjörin Aníta Jónsdóttir, Ágúst Jakobsson, Hafdís Björg Bjarnadóttir, Helga Jónsdóttir og Jónína Hauksdóttir. Varamenn voru kjörnir Berglind Bergvinsdóttir og Inga Huld Pálsdóttir. Fundargerð aðalfundarins má sjá hér.
Viðburðir á næstunni
Dagana 22. og 23. september sl. var haldið námskeið um Jákvæðan aga í leikskólanum í Gerðubergi í Reykjavík. Þátttakendur voru 16 talsins og komu víða að, frá Kirkjubæjarklaustri, Vík í Mýrdal, Hvolsvelli, Reykjavík, Seltjarnarnesi og Hörgársveit. Leiðbeinandi var Jónína Hauksdóttir. ... Sjá meiraSjá minna

- Likes: 11
- Shares: 1
- Comments: 0
Fyrir skömmu var haldið námskeið í Reykjavík fyrir leiðtoga við innleiðingu Jákvæðs aga í skólum. Það var Nadine Gaudin sem annaðist leiðsögn á námskeiðinu sem tókst hið besta. ... Sjá meiraSjá minna

Minnum á leiðtoganámskeið í Reykjavík 10. október og 2ja daga grunnskólanámskeið sem haldið verða annars vegar á Vopnafirði/Þórshöfn 28.-29. okt og hins vegar í Reykjavík 4.-5. nóv. jakvaeduragi.is/namskeid-og-fraedsla/namskeid-framundan/ ... Sjá meiraSjá minna