Nú eru tvö námskeið fyrir leikskólastarfsfólk komin á dagskrá, annað á Seltjarnarnesi dagana 29.-30. maí nk. og hitt á Akureyri dagana 12.-13. september. Tveggja daga réttindanámskeið um Jákvæðan aga í leikskólanum eða með yngstu börnunum eru ætluð stjórnendum, leikskólakennurum, leiðbeinendum, dagmæðrum eða öðrum sem vinna með börn frá fæðingu til sex ára aldurs. (Þetta námskeið getur einnig hentað foreldrum þó að áherslan sé aðallega á starf með barnahópum.) Þátttakendur læra að hagnýta sér verkfæri Jákvæðs aga og hugmyndafræði sjálfsstjórnarkenninga í starfi með yngstu börnunum. Þeir öðlast einnig dýpri skilning á því hvernig börn læra, mikilvægi þess að tilheyra og hvernig hægt er að kenna og þjálfa félagsfærni með ungum börnum.
Viðburðir á næstunni
Fræðslufundur 10. febrúar - Leikskólastigið og yngsta stig grunnskóla
Fræðslufundur 10. mars - Verkfærin
Fræðslufundur 7. apríl - Áfallamiðaðir starfshættir
Fræðslufundur 12. maí - Mat og áætlanagerð
Jákvæður agi í leikskólanum - Reykjavík 15.-16. maí 25
Jákvæður agi í leikskólanum - Akureyri 4.-5. sept 25
___________________________________
Hér segja nokkrir valinkunnir sérfræðingar í Jákvæðum aga frá uppáhalds verkfærunum sínum ... Sjá meiraSjá minna
- Likes: 0
- Shares: 0
- Comments: 0
0 CommentsComment on Facebook
Dagana 12. og 13. september sl. var haldið réttindanámskeið á Akureyri fyrir kennara ungra barna. Þátttakendur voru 29 og komu frá Naustatjörn á Akureyri, Krummakoti í Eyjafjarðarsveit, Álfasteini í Hörgársveit, Tröllaborg á Hólum, Stórutjarnaskóla/Tjarnarskjóli og Barnaborg í Þingeyjarsveit, Grænuvöllum á Húsavík, Brekkubæ í Vopnafirði, Hádegishöfða í Fellabæ, Heklukoti á Hellu, Strandheimum í Árborg, Furugrund í Kópavogi, Leikskóla Seltjarnarness á Seltjarnarnesi, frá Samtalið fræðsla ekki hræðsla og frá Vallarseli á Akranesi. Leiðbeinandi var Jónína Hauksdóttir. ... Sjá meiraSjá minna
2 CommentsComment on Facebook
Glæsilegt, flottur hópur. Ánægð með þig Hulda að skella þér norður 😃❤️
stolt af okkur Skagakonum að skella okkur - verður gaman að starfa með þetta að leiðarljósi
Námskeið - Jákvæður agi í skólastofunni - komið á dagskrá. Verður haldið á Akureyri dagana 8.-9. nóvember næstkomandi. Nánari upplýsingar hér: ... Sjá meiraSjá minna
JA í skólastofunni – námskeið á Akureyri – Jákvæður agi
Haldið verður tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga (Positive Discipline in the Classroom) dagana 8.-9. nóvember 2024. Námskeiðið verður haldið í Glerárkirkju á Akureyri. Leiðbeinandi...0 CommentsComment on Facebook