Nú eru tvö námskeið fyrir leikskólastarfsfólk komin á dagskrá, annað á Seltjarnarnesi dagana 29.-30. maí nk. og hitt á Akureyri dagana 12.-13. september. Tveggja daga réttindanámskeið um Jákvæðan aga í leikskólanum eða með yngstu börnunum eru ætluð stjórnendum, leikskólakennurum, leiðbeinendum, dagmæðrum eða öðrum sem vinna með börn frá fæðingu til sex ára aldurs. (Þetta námskeið getur einnig hentað foreldrum þó að áherslan sé aðallega á starf með barnahópum.) Þátttakendur læra að hagnýta sér verkfæri Jákvæðs aga og hugmyndafræði sjálfsstjórnarkenninga í starfi með yngstu börnunum. Þeir öðlast einnig dýpri skilning á því hvernig börn læra, mikilvægi þess að tilheyra og hvernig hægt er að kenna og þjálfa félagsfærni með ungum börnum.
Viðburðir á næstunni
Jákvæður agi í skólastofunni - Reykjavík 12.-13. ágúst
Jákvæður agi í leikskólanum - Akureyri 4.-5. sept
Jákvæður agi í leikskólanum - Akureyri 11.-12. sept
___________________________________
Enn er hægt að skrá sig á réttindanámskeið fyrir kennara ungra barna sem haldið verður á Akureyri dagana 11. og 12. september n.k. jakvaeduragi.is/ja-i-leikskolanum-akureyri2/ ... Sjá meiraSjá minna

- likes love 8
- Shares: 1
- Comments: 0
0 CommentsComment on Facebook
Þessa dagana erum við að ganga frá þýðingu á verkfæraspjöldum fyrir leikskólastigið og senda þau í prentun. Áhugasamir geta því farið að senda inn pantanir og afgreiðsla hefst eftir miðjan mánuðinn. Stokkurinn kostar 3500 kr. og hægt er að senda inn pantanir hér: forms.gle/wz6BtuRuqFFxYMx3A ... Sjá meiraSjá minna

5 CommentsComment on Facebook
How can I buy a set?
So excited these tool cards are being translated into Icelandic!! 🥰
Hvaða verð er á þeim?
Nýtt réttindanámskeið í Jákvæðum aga fyrir kennara ungra barna hefur verið sett á laggirnar í haust. Námskeiðið verður haldið dagana 11. og 12. september n.k. á Akureyri. ... Sjá meiraSjá minna

JA í leikskólanum – 11.-12. sept, Akureyri – Jákvæður agi
jakvaeduragi.is
Haldið verður tveggja daga námskeið í Jákvæðum aga dagana 11.-12. september næstkomandi á Akureyri. Leiðbeinandi er Jónína Hauksdóttir (Certified Positive Discipline Trainer).Þarna er u...0 CommentsComment on Facebook