Það er nóg um að vera framundan hjá okkur, við höldum okkar striki með mánaðarlegu fræðslu- og umræðufundina og tvö ný námskeið eru komin á dagskrá.
Í nóvember munum við hafa námskeið fyrir starfsfólk skóla sem hefur áhuga á halda kynningar eða námskeið fyrir foreldra. Markmiðið er að þátttakendur verði í stakk búnir til að halda allt að nokkurra vikna foreldranámskeið þar sem aðferðir Jákvæðs aga eru kenndar og þjálfaðar í foreldrahópnum. Sjá nánar hér: https://jakvaeduragi.is/foreldrafraedslunamskeid/
Í janúar er svo komið á dagskrá tveggja daga námskeið um Jákvæðan aga í skólastofunni, sjá hér:
https://jakvaeduragi.is/namskeid-i-reykjavik/
Fræðslufundir framundan eru síðan sem hér segir:
- Mánudagur 13. nóv kl. 15:00-16:00 – Störf í skólanum / Lausnastaðir / Lausnaleiðir Slóð: https://us06web.zoom.us/j/85990270855
- Mánudagur 11. des kl. 15:00-16:00 – Heilinn í hendinni og griðastaðir / Trompið Slóð: https://us06web.zoom.us/j/85852693072
- Mánudagur 8. jan kl. 15:00-16:00 – Taflan um misheppnuð markmið Slóð: https://us06web.zoom.us/j/83814709248
- Mánudagur 12. feb kl. 15:00-16:00 – Lausnir og afleiðingar Slóð: https://us06web.zoom.us/j/82485479896
- Mánudagur 11. mars kl. 15:00-16:00 – Bekkjarfundir/Barnafundir hvað ef illa gengur?Slóð: https://us06web.zoom.us/j/85113173840
- Mánudagur 8. apr kl. 15:00-16:00 – Kennari hjálpar kennara Slóð: https://us06web.zoom.us/j/81224485946
- Mánudagur 13. maí kl. 15:00-16:00 – Mat og áætlanagerð Slóð: https://us06web.zoom.us/j/85340171757