Þrjú námskeið á dagskrá í haust

Nú eru þrjú námskeið á dagskrá hjá okkur á næstunni. 22.-23. september verður námskeið um Jákvæðan aga í leikskólanum, þann 10. október verður námskeið fyrir leiðtoga í JA-skólum og 4.-5. nóvember verður námskeið um Jákvæðan aga í skólastofunni. Sjá nánar hér til hliðar á síðunni eða beint á slóðinni: http://jakvaeduragi.is/namskeid-og-fraedsla/namskeid-framundan/

Lesa meira

Aðalfundur og stjórnarkjör

Aðalfundur félagsins var haldinn þann 1. júní. Kjörnir í stjórn voru Aníta Jónsdóttir, Ágúst Jakobsson, Helga Jónsdóttir, Jónína Hauksdóttir og Júlía Birgisdóttir. Varamenn voru Kjörnir Sólrún Óskarsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir. Félagsgjöld fyrir næsta ár voru ákveðin 3000 kr. Fundargerð aðalfundarins má nálgast hér

Lesa meira

Aðalfundur JA á Íslandi 2022

Aðalfundur samtakanna Jákvæður agi á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 1. júní kl. 20:00Aðalfundurinn verður í fjarfundi á Zoom og slóðin er https://us06web.zoom.us/j/83511051905Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins en þau eru eftirfarandi:  Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar lögð fram Reikningar lagðir fram til samþykktar Lagabreytingar Ákvörðun félagsgjalds Kosning stjórnar Önnur mál

Lesa meira

„Think tank“ í október

Positive Discipline Association standa reglulega fyrir alþjóðlegum ráðstefnum sem eru nefndar „Think Tank“. Vegna faraldursins hafa þær verið stopular undanfarin misserin en nú hefur ein slík verið sett á dagskrá dagana 22.-23. október nk. og verður hún með rafrænu sniði. Þetta verður nánar auglýst síðar en um að gera að áhugasamir félagsmenn bóki dagsetningarnar hjá…

Lesa meira

Jákvæður agi fyrir kennara ungra barna

Nú er komin út á íslensku handbókin Jákvæður agi fyrir kennara ungra barna, sem er þýðing á bókinni Positive Discipline for Early Childhood Educators. Þessi handbók er ætluð kennurum á leikskólastigi og hefur að geyma bæði fræðsluefni og æfingar sem hægt er að nýta sér í starfi með börnum og starfsfólki á leikskólastiginu. Hægt er…

Lesa meira

Fyrsti fræðslu- og umræðufundur vetrarins

Í vetur er hugmyndin að hafa mánaðarlega fræðslu- og umræðufundi þar sem félagsmenn geta hist með rafrænum hætti, fræðst um efni sem tengist Jákvæðum aga, rætt saman og skipst á þekkingu og reynslu. Fyrsti fundurinn verður miðvikudaginn 6. október kl. 16:30. Þar byrjum við á að fá innlegg frá Arnrúnu Magnúsdóttur þar sem hún segir…

Lesa meira